7.11.2008 | 19:14
St. Pétursborg-Boston
Síðasta flugið okkar með farþegana var til Boston. Upphaflega stóð til að lenda í Keflavík til þess að taka eldsneyti, en það breyttist og við flugum beint til Boston; rúmlega níu klukkustunda flug! Það var óneitanlega dálítið undarlegt að fljúga yfir landið okkar fallega og sjá það úr hæð, og vera alls ekkert að fara að lenda þar. Á þessu flugi skrýddust flugfreyjur og flugþjónn nýja einkennisbúningi Icelandair og okkur þótti við vera flottust. Svo var komið að kveðjustund og gátum við ekki merkt annað en að allir færu mjög ánægðir og sáttir frá borði.
Síðasta flugið var svo með blaðamenn á vegum A&K sem var boðið að upplifa flugið á þessum glæsilega farkosti og flugu þau með okkur heim til Keflavíkur.
Stórkostlegu ferðalagi er lokið, en alltaf er nú belst af öllu að koma heim. Við þökkum ykkur fyrir að fylgjast með okkur á ferðum okkar um hnöttinn.
Áhöfn ICE 1440
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008 | 19:13
St. Pétursborg
Daginn sem við flugum til St. Pétursborgar var Halloween og höfðum við skreytt vélina hátt og lágt vegna þessa fyrir flugið. Við klæddumokkur svo upp í búninga í tilefni dagsins og voru farþegarnir okkar himinlifandi þegar þeir gengu um borð. Það var sem sagt ein allsherjar Halloween stemning um borð. Flugið var annars stutt og áður en við vissum af vorum við lent í Rússlandi.
Þar vorum við búin að ráðgera skoðunarferð um borgina daginn eftir. Það var stórkostleg ferð þar sem ekið var um borgina og við sáum allar þessar stórkostlegu byggingar og minnismerki sem þar eru. Einnig fórum við og skoðuðum Hermitage safnið sem er hluti af hinni frægu Vetrarhöll , sem Elísabet dóttir Péturs mikla lét reisa. Pétur mikli sjálfur bjó hins vegar í litlu og lágreistu húsi ekki langt frá virkinu sem byggt var sem upphaf borgarinnar.
Um kvöldið var svo borðað á vetingastað sem okkur hafði verið bent á; þar heyrðum við m.a. að verið var að spila disk með Emiliönu Torrini!
Næsta dag var svo farið í gönguferð í kuldanum og margir keyptu sér rússneskar loðhúfur til að verjast kuldanum. Röltum m.a. eftir aðalverlsunrgötunni sem heitir því merka nafni Nevsky Prospekt. Þótti okkur sem verðlag væri mjög hátt í þessu landi og undruðumst það mjög. Nokkur okkar brögðuðum á rússsneskri súpu með rauðrófum og var hún því bleik á litinn. Ekker sérstaklega bragðmikil, en góð í kuldanum.
Kveðja,
ICE1440
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2008 | 13:47
Prag
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2008 | 17:31
Bologna
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.10.2008 | 18:26
Disco Frisco í Amman
Eins og sjá má hefur áhöfnin á FI 1440 verið fremur upptekin. Of upptekin til að blogga meira að segja. Þó við séum nú komin til gömlu góðu Evrópu, skal samt farið örlítið aftur í tímann og ævintýri okkar í Amman tíunduð. Við komuna til Jórdaníu vorum við í fínasta formi enda aðeins lagt að baki þrjá flugtíma. Við erum öllu vanari tveimur fimm tíma leggjum og tuttugu tíma vöktum. Í fanta formi tékkuðum við inn á Radison Sas og héldum okkur komin hálfa leiðina heim. Hótelið stóðst væntingar okkar um Bo Bedre designið, reyndar 1987 útgáfuna, en við horfðum fram hjá rósóttu gardínunum og í gegnum þær og nutum sama útsýnis og Karl XVI Gustaf konungur svía og Richard Gere þegar þeir gistu þetta hótel.
Við skutluðumst í bæinn og keyptum ægifagra búninga og gjafir handa farþegunum okkar.
Um kvöldið vorum við boðin í hátíðarkvöldverð með farþegum og fararstjórum í fornum rústum ofan við borgina. Umhverfið var allt með ævintýralegum blæ. Kertaljós og fallega skreytt borð undir berum himni. Við dreifðum okkur meðal farþeganna og fengum að kynnast þeim á annan hátt. Ekki er að orðlengja það að kvöldið endaði með trylltum dansi og fóru áhafnarmeðlimir þar á kostum og héldu gersamlega uppi stuðinu. Við fengum allra ólíklegustu gamalmenni út á "gólfið " í brjálað diskó.
Næsta dag hélt Capt. Baldvin í langferð með flugfreyjunum fimm. Stefnan var tekin á hina fornu borg Petru. Eftir þriggja tíma akstur yfir Hellisheiðina -auðn og tóm- komum við á þennan fornfræga stað og gengum um steinborgina í tvo tíma. Stórkostleg upplifun. Þegar heim var komið fóru sumir í dekur á hótel spa-inu áður er haldið var í koju.
Í morgun flugum við til Ítalíu og mikið var gaman að taka á móti farþegunum eftir dansiballið góða. Flugfreyjurnar í glæsilegum arabískum kjólum, flugþjónn og kokkur klæddir eins og arabískir sjeikar. Myndirnar tala sínu máli þegar þær koma. Reyndar er áhöfnin aðeins farin að láta á sjá, nokkrir höfðu bólfélaga sem bitu þá og aðrir voru komnir með "bug " í mallakútinn.
Núna sitjum við öll saman á fyndnu gömlu hóteli og njótum lífsins. Hugsum okkur gott til glóðarinnar að snæða ekta ítalskan mat. Okkur finnst við reyndar vera komin nokkuð nálægt heimahögunum, enda aðeins eins tíma mismunur á klukkunni. Soldið mikill munur frá Ástralíu...! Sendum bestu kveðjur heim í snjóinn ( 20 gráður hér).
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2008 | 21:57
Samantekt....
Hæ allir, Raggý hér.... leiðinlegt að þið getið ekki fylgst með... en ég skal því reyna gefa ykkur smá samtekt á því sem búið er að gerast þó að ég hafi ekki tekið þátt....
Flugið frá Malaysiu til Agra voru rúmir 6 tímar, fólkið okkar mjög þreytt og frekar óánægt eftir lestarferðina. Farþegarnir hefðu frekar vilja vera í Bangkok eins og við og njóta svo þæginda flugsins í stað lestar. Ekki var á það bætandi að við vorum í klukkutíma biðflugi yfir Agra því að þetta er hervöllur og höfðum við því engan forgang fyrir þeirra æfingum sem fólust í fallhlífastökks "droppi" beint yfir flugbrautinni á vellinum. Eftir lendingu tróðumst við út á ansi þrönga "taxi" vegi en við höfðum þó ágætis "follow me system" í formi crazy asna sem hljóp eins og brjálæðingur meðfram vélinni og fyrir framan hana.
Í Agra fóru farþegarnir í land til að skoða Taj Mahal. Við áhöfnin höfðum ekki fengið áritun inn í landið en þegar við mættum á svæðið þá var bara ekkert mál fyrir okkur að fara út af flugvellinum. Nokkrir nýttu sér það og var farið í bílferð á markað þar við keyptum smá gull, mottur, teppi en aðallega indverska saris og silki pasmínur. Á leið okkar til baka út á völl rak kóarinn augum í skilti sem sagði að við værum einungis 4 km frá Taj Mahal..... grátlegt að hafa misst af því og það svona stutt frá.
Eftir 3 og hálfs tíma bið í Agra þá var haldið að stað til Dubai. Flugtíminn þangað var 4 klst. Allir því orðnir rangeygðir af þreytu við lengingu. Haldið var upp á hótel þar sem sumir fóru í bælið en þeir allra hörðustu í de-briefingu.
Daginn eftir var litið út við sundlaug að mér skilst, síðan í mall og emirates með skíðabrekkunni (kóarinn náði nú að vera með á nótunum þá og skellti sér með) og síðan fóru nánast allir í gull "súkkið". Hvað var keypt þar, þarf ég að fá stelpurnar til að blogga um.
Pick-up í Dubai var snemma, mjög flott aðstaða á þeim velli fyrir áhafnir. Okkur boðnir drykkir og lítil fríhöfn á staðnum sem sumir nýttu sér, aðrir skoðuðu og einn fór hamförum í eyðslu, heheheh. Þegar við vorum komin út í vél ásamt farþegunum þá voru Arabarnir nú ansi flottir á því og báðu alla farþegana innilega afsökunar á seinaganginum við komu vélarinnar 2 dögum áður. Tóku þeir sérstaklega fram að þetta væri hvorki sök Loftleiða/icelandair né A&K. Smart hjá þeim og þeir fengu klapp fyrir frá öllum.
Flugtíminn frá Dubai til Amman voru rúmir 3 tímar og nú fara leggirnir að styttast héðan í frá og stelpurnar þurfa að endurskipuleggja þjónustuna miðað við miklu styttri flug. En þetta hefur gengið frábærlega hingað til. Ekki að spyrja að því enda eðal cabin crew og kokkar. Og svo auðvitað vitringarnir 3, Baldvin, Orri og Júlli sem voru einmitt að fást við 9 bilunina okkar í síðasta flugi. Eðalfólk og búið að standa sig frábærlega.
Við lendingu í Amman (um miðjan dag) var kóraninn komin má háan hita og lagðist í bælið. Aðrir áhafnameðlimir kíktu í bæinn og versluðu smá af týpískum klæðnaði innflytjenda. Og Alex kíkti í gull "súkkið" hér. Um kvöldið var svo galadinner með farþegunum þar sem áhöfnin sló í gegn með dansi og gleði. Þau eru búin að lofa mér að skrifa eitthvað um þetta ævintýri (og öll önnur sem ég hef ekki tekið þátt í) og setja inn myndir.
Dagurinn í dag í Amman fór í bílferð til fornborgarinnar Petru. Það var víst ógleymanleg og falleg sjón. Reyndar komust blessaðir kokkarnir ekki með enda þurftu þeir að undirbúa flugið á morgunn. Kóarinn lá í rúminu. Þá fékk Nína greyið mígrenikast og lá veik í bílnum á leiðinni til Petru en náði nú að jafna sig greyið þegar leið á daginn.
Eftir komuna frá Petru þá var Hrafnhildur svo yndisleg að fara með kóaranum niður í bæ til að versla smá gull og fatnað innfæddra. Hún Hrafnhildur er nú bara yndisleg perla.
En þá er komið að háttatíma hér í Amman... leið okkar á morgunn liggur til Piza og Bolonga á Ítalíu og er Axel orðinn upptjúnaður af spenningi að hitta hann Luca sinn.
Bestu kveðjur fyrir hönd ICE1440,
Raggý (sem á engar myndir.... sorrý öll)
Ferðalög | Breytt 26.10.2008 kl. 04:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2008 | 06:53
Kveðja frá Amman í bloggleysi...
Við biðjumst afsökunar á þessu bloggleysi.... þannig er mál með vexti að bloggarinn, rauðhærða nornin, er búin að vera veik eða undangátta í hittingum til skiptis og finnst tilgangslaust að blogga fyrir ykkur um hangs sitt inni á hótelherbergjum. Ætla nú ekki að drepa ykkur úr leiðindum
Þið verði því að bíða þolinmóð þar til stuðboltarnir í áhöfninni nást fyrir framan tölvuskjáinn til að segja frá ævintýrum sínum.... svo sem gull "súkkinu" í Dubai, galakvöldinu með farþegunum í gærkvöldi og ferðalaginu til Petru í Jórdaníu, en þangað eru þau að keyra núna.
Bestu kveðjur úr herbergi 402 í Amman,
Raggý
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.10.2008 | 09:41
Malaysia...
Halló halló,
erum komin til Malasíu eftir stutt 2 tíma hopp frá Bangkok. Hér verðum við í eina nótt en á morgunn liggur leiðin til Agra í Indlandi (home of Taj Mahal) og síðar um daginn á vit ævintýra í Dubai.
Hótelið hér er Resort hotel og liggur vil golfvöll af stærstu gerð. Þá er hér sundlaug sem lítur ljómandi vel út og þar hefur áhöfnin komið sér vel fyrir. Nema bjálfinn í hægra sætinu. Hún þurfti náttúrulega að fara eiga við svalahurðina, klemmdi sig allsvakalega og liggur nú fyrir með puttann á kælingu :-)))
Í kvöld er Tim hjá A&K búinn að bjóða okkur í dinner. Að öllum líkindum verður háttatími svo snemma, við þurfum að vera fersk í fyrramálið þegar við hittum farþegana okkar. Þau eru að koma úr lestarferð frá Bangkok og við erum viss um að þau hlakka til að koma inn í lúxusinn hjá okkur aftur.
Hingað berast fréttir í malaíska sjónvarpinu um kreppuna á Íslandi og við sendum bara bestu baráttu- og saknaðarkveðjur heim,
ICE1440
20.10.2008 | 12:19
Dagur tvööö í Bangkok
Hér er "business as usual". Við erum orðin allt of vön góðu lífi og sitjum hér eins og kóngar í okkar ríki.
Dagurinn byrjaði á hefðbundinn hátt.... í morgunmat. Það er ekkert venjulegt (eins og unglingarnir segja) hvað þetta er flott hótel. Allar tegundir af morgunmat frá öllum ríkjum heimsins. Baldvin nýtti sér það og fékk sér breakfast sushi :-))
Leiðin lá út um allar trissur eins og venjulega. Eftir morgunnmatinn fóru svakaskvískurnar Berglind og Nína á rúntinn (eða rúúúúntinn eins og Baldvin og Orri bera það fram) í leit að skraddara. Með þeim fylgdi hinn dyggi Grízzlý Jónas, en hann og Bassi skipta á milli sín að passa kvenpeningin þannig að þeim verði ekki rænt eða að minnsta kosti ekki sviknar af thailenskum leigubílstjórum. Að því loknum ætluðu þessir þremenningar í tölvukaup á risa tækjamarkaði hér í bæ.
Restin af skvísupæjunum fóru í sólbað undir umsjón Bassa, sem var reyndar orðinn hræddur vegna sífelldra hótana Axels að vaxa hann. Auðný greyið var líka orðin hrædd eftir að hafa verið skipað að hafa hringana sína dreifða á fingrum sér af Axeli súper stílista. Neyddist hún til að hlýða enda ofurpæja áhafnarinnar. Kóarabeyglan var hins vegar aðallega hrædd við risa ógeðslegt skorkvikindi sem synti skriðsund í niðurfalli laugarinnar.
Kolla súpermódel safaði brúnku í óða önn með það að markmiði að frumsýna gullbikiníð sitt í Dubai. Hún hefur nákvæmlega 2 daga til stefnu. Hrafnhildur glæsikvendi tók sólbaðstarfinu mjög alvarlega. Hún var sú eina sem "snéri" reglulega, annað en við hin sem verðum eins og Homeblest þegar við komum heim. Engan skal að undra þó að Hrafnhildur sé talin glæsilegasta kona áhafnarinnar.
Júlíus Sesar súper flugvirki er enn í hamskiptum eftir verulega steikingu á Tahiti. Stefndi hann þó ótrauður á fatamarkaðinn eftir að hafa fengið fyrirlestur og skipanir frá stelpunum um hvað hann ætti nákvæmlega að kaupa handa stelpunum sínum heima. Við vonum að hann hafi ekki snúist í hringi á markaðnum.
Flugstjóra-dúóið og snillingarnir Baldvin og Orri voru slakir. Þeir sátu í lobbýinu í teboði sem þeir hönnuðu handa sjálfum sér. Þar gæddu þeir sér á gullsleginni súkklaðiköku í von um að verða jafn súkkilaðibrúnir og töffarinn Axel.
Áttu þeir sér einskis ills von þegar kóaragerpið hrundi út úr lyftunni í baðslopp einu fata, staðráðin í því að gera tilraun á "hótel spa-inu" að verða pæja eins og hinar stelpurnar. Hún hefði betur sleppt því þar sem henni var breytt í Marge Simpson af thailenskri konu að nafni Tik Tik. Aumingja Tik Tik er núna á sjúkrabörum eftir að hafa tekist á við lubba kóarans. Við vonum að hún taki bara "feisbúkk á'etta".
Annars er þetta síðasta kvöldið okkar í Bangkok. Borgarinnar verður sárt saknað en við hlökkum til að skoða meira af heiminum og leiðin liggur til Malasíu eldsnemma í fyrramálið.
Over and out,
ICE1440
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.10.2008 | 16:38
Bangkok
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Crew 1440
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar