12.10.2008 | 12:14
Loks komin til Tahiti!
Jæja jæja þá erum við loks komin til Tahiti. Ferðin að heiman hefur aðeins tekið á þar sem vaktin okkar til Los Angeles tók okkur 20 tíma. Vegna mikillar þreytu höfðum við ekki orku í að blogga neitt í gær. Í morgun eða hvenær sem það var, lögðum við í hann til Tahiti via Honolulu. Sú ferð gekk reyndar ekki snurðulaust heldur þar sem við vorum aftur tæpa 20 tíma á vaktinni. Við erum auðvitað geðveikt hress núna.... Það er ekki alveg á hreinu hvað klukkan er eða hvaða dagur er. Við erum þó sæl núna komin á hotel með gylltan vökva í hönd og drekkum rósadögg af glasi.
Vélin hefur bilað óvenjulega oft eða samtals fimm sinnum. Júlli flugvirki hefur því unnið vel fyrir sínu með dyggri aðstoð Orra flugstjóra sem er multitalented með meiru! Greinilega engin tilviljun að Baldvin valdi Orra, sá greinilega fyrir að hann væri eitthvað miklu meira en góður flugstjóri. Strákurinn kann á tólin í verkfærakassanum.
Kokkarnir Bassi og gríslingurinn Jónas hafa gert góða hluti fyrir farþegana og okkur, þegar við loksins fáum að borða :-) Í það minnsta voru fararstjórarnir mjög ánægðir með okkur. Mont Mont....
Vegna óvenju mikilla anna var hringt inn í flugstjórnarklefa og beðið um aðstoð. Kannski ekki alveg satt en Ragnheiður nokkur Guðjónsdóttir ( fyrrverandi flugstýra) hefur ekki verið ónýt sem aftureldhússtýra og var alla matarþjónustuna í eldhúsinu að reiða fram mat og hella Jameson yfir ís. Þetta er að valda henni verulegu hugarangri hvort hún eigi að verða flugfreyja eða reyna við flugstjórann næsta sumar:-)
TIl að skýra nánar frá málavöxtum hér á suðurhveli þá mætti Axel ekki á barinn sökum anna þar sem hann ætlaði ALLS ekki að mæta á sundlaugarbarminn dökkhærður, þar sem heillitun er IN hér á Tahiti. Má því ætla að hann sé núna í AFlitun og plokkun!!
Eini tveggja stafa limurinn hefur staðið sig eins og hetja og erum við stolt af henni, hún fær ekki göngustaf sem fann þriðja!! Hrafnhildur Proppe er búin að vera æðisleg.
Eins og sést þá elskum við hvert annað og eins og þau sögðu á Hard Rock (Harða Steini) Love all, serve all :-)
Við hinar sem ekki hafa komist að í kvöld, segjum eins og Jóhanna, OKKAR TÍMI MUN KOMA!
Kveðja FI 1440
Um bloggið
Crew 1440
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært frábært hjá ykkur! Þið eigið eftir að rúlla þessu upp með glæsibrag! Enda toppteam á ferð.
Gangi ykkur vel með áframhaldið! Hvernig er annars haustið á Tahiti.......!!!!!?
Berglind btr....
ps Bassi!! eru stelpurnar ekki góðar við þig.....?
Berglind Þráins btr (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 13:58
HÆHÆ þetta er Davíð bróðir Jónas og gangi ykkur vel í ferðinni
Davíð Börnsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 21:39
hallo eg er dottir kollu jara gangi ikkur vel
jara (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.