Finding Nemo

Dagur 3:

Við sitjum hér í ljósaskiptunum á Tahiti og njótum fegurðarinnar. Dagurinn hefur verið yndislegur, sól,sjór og snorkling. Fyrir hádegi fórum við að sigla á kajökum og erum orðin mjög góð í því. Við erum líka búin að finna Nemó og Dóru og alla þeirra vini. Kolla er með myndavél sem hægt er að taka á myndir neðansjávar og eru myndirnar og fegurðin ólýsanleg.

Okkur líður voða vel saman og localhumorinn er að byggjast upp. Róaðu þig í rólunni...það er fullt tungl...tökum bara facebook á þetta...hvar er sturtan....gríslingur....do u wanna massage...

Annars er eyjan sjálf falleg og skógi vaxin upp til fjalla. En hér er dýrara að vera en í Reykjavík og kostar kókdós í minibarnum eittþúsund ísl krónur. Karlkynsþjónarnir hérna á hotelinu eru flestir í hinu liðinu, með sítt hár sett upp í hnút með blóm bak við eyrað og mjaðmahreyfingar eftir því. Við reynum að setja inn myndir við fyrsta tækifæri.

Kv fi1440


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er það er gríslingurinn með froðurnar á hreinu ? er kísakinn með í ferðinni ?  kveðja úr borg óttans.

hvammsgerði (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 08:28

2 identicon

Passið nú hann Bassa í sólinni, að hann beri ekki á sig raksápu í stað sólarvarnar.....hefur átt það til!!! Góða ferð áfram öllsömul og njótið skemmtilegheitanna.....

Berglind Þráins btr (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 16:29

3 Smámynd: Hulda Proppé

Gaman að heyra frá ykkur. Látið ykkur líða ótrúlega vel saman, þetta er örugglega rosalega skemmtilegt.

Kveðja

Hulda, dóttir Hrafnhildar

p.s. sel það ekki dýrara en ég keypti það en sagan segir að HP sé ansi sleip í kajakaróðri ;)

Hulda Proppé, 14.10.2008 kl. 20:56

4 identicon

Á ekki að gleðja okkur á klakanum með myndum frá þessum fallegu stöðum... Landinn bíður spenntur etir næsta blogi með myndum.. Gangi ykkur vel and have fun

Óli Hand

Oli (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 07:02

5 identicon

Getum við fengið myndir af þessum mjaðmadillum?

Gulli GUL (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 16:19

6 identicon

Geggggjjjjjaðar myndir vá hvað ég væri til í að vera þarna.... en það er svo gaman á íslandi núna að það er bót í máli:)

Oli (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 17:16

7 identicon

Þetta hlýtur að vera ljúft líf. Gangi ykkur allt í haginn og góða skemmtun áfram!

sirryvald (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Crew 1440

Höfundur

Crew 1440
Crew 1440
Áhöfn ICE 1440
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSC08758
  • DSC08750
  • DSC08737
  • DSC08727
  • DSC08715

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband