Sydney....

Önnur erfið vakt að baki og við komum "down under" í fyrradag.  Eins og vanalega er áhöfnin samt hress, sumir þó hressari en aðrir.  Kóaradýrið var komið á vara vara batteríin við lendingu í Sydney en aðrir áhafnameðlimir fóru í fæðuleit eins og öðrum dýrum sæmir.  Endaði það með pizzuveislu inni á herbergi.

 

Gærdagurinn hófst á peningaþvætti.  Höfðum við talsverðar áhyggjur af kreditkortunum okkar eftir komment frá allra þjóða manneskjum um íslenska efnahagskerfið.  Ó já, fréttinar eru komnar hingað til Ástralíu.  Þótti okkur því gæfulegra að skipta beinhörðum peningum enda hafa verslunargenin ekki gufað upp og var því eitt og annað keypt.

 

Að loknu búðarrápi (aðallega þó window shopping) hófust túristaleikir.  Við byrjuðum á að fara upp í sjónvarpsturninn og virða fyrir okkur borgina.  Síðan fengum við okkar eigin einkabílstjóra, ættaðan frá Kína, sem keyrði með okkur um borgina og sýndi okkur "bjúldings" (sem sagt byggingar) á milli þess sem hann sagði "yeahhh" 1000 sinnum. 

 

Bílstjórinn stóð sig, við fengum skemmtilega leiðsögn um borgina, sáum auðvitað óperuhúsið og brúna frægu, fallegar kirkjur, fórum síðan á Bondí beach og stoppuðum á ansi skemmtilegum sushi stað.  Auk þess var komið við hjá Nicole Kidman en hún var ekki heima.

 

Að loknum bílrúnti var ferðinni heitið að Circular Quay þar sem við fórum um borð í ferju "Captains Cook".  Fengum við þar að sjá borgina með öðrum hætti á meðan við gæddum okkur á þrírétta máltíð við sólarlag.

 

Túristaleik dagsins lauk um kvöldmatarleytið hér í Ástralíu, og við enduðum daginn á að kaupa okkur fína hatta, kóalabangsa og póstkort.  Að því loknu var gengið upp á hótel og má því segja að við séum búin að sjá borgina með öllu tegundum farartækja, flugvél, skipi, bíl og tveimur jafnfljótum.

 

Í dag stendur til að fara í annan bíltúr með Kínverjanum góða.  Ferðinni er heitið í Blue Mountains þar sem við fáum að kynnast áströlsku "wildlife", dölum, gilum, fossum og regnskógum.  Mest hlökkum við þó til að knúsa kóalabirni og spjalla við kengúrur.

 

Myndir koma hægt og rólega inn eins og þið hafið tekið eftir.  Öll erum við með myndavélar en þetta blog.is er að gera okkur vitlaus sökum hægagangs við niðurhal.  En þetta kemur allt með kalda vatninu.

 

Bestu kveðjur til ykkar allra,

ICE1440


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ sæta Berglind

er græna af öfund af þessu flakki þínu. Hafðu það sem allra best og þið öll.

kv Elísabet mágkona 

Elísabet (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Crew 1440

Höfundur

Crew 1440
Crew 1440
Áhöfn ICE 1440
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSC08758
  • DSC08750
  • DSC08737
  • DSC08727
  • DSC08715

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband