Bangkok á morgun...

Síðasti dagurinn okkar í Sydney er liðinn.  Í upphafi dags fóru snillingarnir 3; Baldvin, Orri og Júlli flugvirki (með Júlla fremstan í flokki) út á flugvöll, gerðu sér lítið fyrir og "splæstu" vélinni í gang á ný.  Ekki ónýtt að hafa svona karlmenn með í för, það ætti að vera til einn slíkur á hverju heimili.  Á meðan á þessu stóð vorum kokkarnir knáu að undirbúa veitingar morgundagsins.  Þvílíkir gæðakokkar.  Það ætti líka að vera til einn slíkur á hverju heimili.

 

Annars áttum við áhöfnin mjög skemmtilegan dag.  Við fórum í wild life park og fengum að skoða ýmis "native" dýr héðan frá Ástralíu, s.s. Dingos, Krókódíla, leðurblökur og ýmis miður geðsleg skriðdýr.  Hápunkturinn var þó að fá að knúsa kóalabirni og kengúrur en reyndar höfðu sumir meiri áhuga á knúsinu á meðan aðrir skemmtu sér frekar yfir kengúrupungum.

 

Að loknu þessu ævintýri fórum við að skoða ólympíuþorpið hér í Sydney, eins og flestir muna þá voru leikarnir hér í borg árið 2000.  Þessar byggingar eru stórkostleg mannvirki.

 

Kvöldið endaði svo á dýrindis máltíð, sumir fengu naut, aðrir salat en töffararnir í áhöfninni... Berglind, Nína, Orri og Jónas fengu sér kengúru sem smakkaðist gríðarlega vel.

 

En nú skal haldið á stefnumót við draumana.  Bangkok eldsnemma í fyrramálið með örstuttu eldsneytisstoppi í Darwin (norður ástralíu).

 

Góða nótt kæru vinir (eða kannski góðan dag til ykkar),

ICE1440

 

ps.  minnum á að verið er að dæla inn myndum á Fotki síðuna okkar sem finna má undir "Tenglar" og "myndir".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló halló, ég er búin að kíkja oft á ykkur hér í netheimum en gleymi alltaf að kvitta Hér með kvitta ég. Það er rosalega gaman að fylgjast með ykkur. Og svo tek ég undir það sem systir mín skrifaði um kajakróður HP.

kveðja

Tinna dóttir Hrafnhildar

Tinna Proppé (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:24

2 Smámynd: Hulda Proppé

Halló allir saman. Gott að ykkur líður vel. Ég vona að flugvélin fari að haga sér aðeins betur við ykkur. Tveir pungar á mínum bæ voru í meira lagi spenntir þegar þeir sáu að þið hefðuð faðmað kengúrur og kóalabirni...það er skemmst frá því að segja að þeir bíða mjög svo spenntir eftir myndum.

Farið varlega

Kveðja

Hulda Proppé

Hulda Proppé, 17.10.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Crew 1440

Höfundur

Crew 1440
Crew 1440
Áhöfn ICE 1440
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSC08758
  • DSC08750
  • DSC08737
  • DSC08727
  • DSC08715

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband