20.10.2008 | 12:19
Dagur tvööö í Bangkok
Hér er "business as usual". Við erum orðin allt of vön góðu lífi og sitjum hér eins og kóngar í okkar ríki.
Dagurinn byrjaði á hefðbundinn hátt.... í morgunmat. Það er ekkert venjulegt (eins og unglingarnir segja) hvað þetta er flott hótel. Allar tegundir af morgunmat frá öllum ríkjum heimsins. Baldvin nýtti sér það og fékk sér breakfast sushi :-))
Leiðin lá út um allar trissur eins og venjulega. Eftir morgunnmatinn fóru svakaskvískurnar Berglind og Nína á rúntinn (eða rúúúúntinn eins og Baldvin og Orri bera það fram) í leit að skraddara. Með þeim fylgdi hinn dyggi Grízzlý Jónas, en hann og Bassi skipta á milli sín að passa kvenpeningin þannig að þeim verði ekki rænt eða að minnsta kosti ekki sviknar af thailenskum leigubílstjórum. Að því loknum ætluðu þessir þremenningar í tölvukaup á risa tækjamarkaði hér í bæ.
Restin af skvísupæjunum fóru í sólbað undir umsjón Bassa, sem var reyndar orðinn hræddur vegna sífelldra hótana Axels að vaxa hann. Auðný greyið var líka orðin hrædd eftir að hafa verið skipað að hafa hringana sína dreifða á fingrum sér af Axeli súper stílista. Neyddist hún til að hlýða enda ofurpæja áhafnarinnar. Kóarabeyglan var hins vegar aðallega hrædd við risa ógeðslegt skorkvikindi sem synti skriðsund í niðurfalli laugarinnar.
Kolla súpermódel safaði brúnku í óða önn með það að markmiði að frumsýna gullbikiníð sitt í Dubai. Hún hefur nákvæmlega 2 daga til stefnu. Hrafnhildur glæsikvendi tók sólbaðstarfinu mjög alvarlega. Hún var sú eina sem "snéri" reglulega, annað en við hin sem verðum eins og Homeblest þegar við komum heim. Engan skal að undra þó að Hrafnhildur sé talin glæsilegasta kona áhafnarinnar.
Júlíus Sesar súper flugvirki er enn í hamskiptum eftir verulega steikingu á Tahiti. Stefndi hann þó ótrauður á fatamarkaðinn eftir að hafa fengið fyrirlestur og skipanir frá stelpunum um hvað hann ætti nákvæmlega að kaupa handa stelpunum sínum heima. Við vonum að hann hafi ekki snúist í hringi á markaðnum.
Flugstjóra-dúóið og snillingarnir Baldvin og Orri voru slakir. Þeir sátu í lobbýinu í teboði sem þeir hönnuðu handa sjálfum sér. Þar gæddu þeir sér á gullsleginni súkklaðiköku í von um að verða jafn súkkilaðibrúnir og töffarinn Axel.
Áttu þeir sér einskis ills von þegar kóaragerpið hrundi út úr lyftunni í baðslopp einu fata, staðráðin í því að gera tilraun á "hótel spa-inu" að verða pæja eins og hinar stelpurnar. Hún hefði betur sleppt því þar sem henni var breytt í Marge Simpson af thailenskri konu að nafni Tik Tik. Aumingja Tik Tik er núna á sjúkrabörum eftir að hafa tekist á við lubba kóarans. Við vonum að hún taki bara "feisbúkk á'etta".
Annars er þetta síðasta kvöldið okkar í Bangkok. Borgarinnar verður sárt saknað en við hlökkum til að skoða meira af heiminum og leiðin liggur til Malasíu eldsnemma í fyrramálið.
Over and out,
ICE1440
Um bloggið
Crew 1440
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ elskurnar, Þvílíkt ævintýri hjá ykkur :)) og omg, hvernig er sushi morgunverður? Haldið áfram að njóta, njóta, njóta og munið að Homeblest er "gott báðu megin" hehehe.
Knús og koss, Anna Sig
Anna sigurdardóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 17:18
Hæ stelpur, konan hans Orra hér. Eru þið til að passa upp á að hann komi nú með eitthvað fallegt handa mér og börnunum ?
Það gæti verið að þið þurfið að hjálpa honum smá. Ég er alveg til í eitthvað gull eða svoleiðis 
Góða skemmtun Marianne, Andri og Sonja Orrabörn
Marianne Eiríksson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 19:02
hæ þetta er jara dóttir kollu ég vona að það sé skemtilegt hjá ikkur fyndinir hattar á eithverri mynd vona að ferði til malasíu verði skemmtileg
bestu kveðjur jara birna
jara birna (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 22:30
Þvílíkt ævintýri og þvílíkur lúxus og það í vinnnunni. Fyrir nú utan að vera laus við allt kreppurausið sem dynir yfir mann úr öllum áttu. Hér á Rekagranda er engin kreppa bara gaman hjá okkur stelpunum. Jara og Fríða eru bæði sem eru bæi góðar og skemmtilegar eins og þeirra er von og vísa. og allt í besta standi. Gangi ykkur allt í haginn og haldið áfram að upplifa og njóta sem aldrei fyrr. Bestu kveður til Kollu og félaga frá
stelpunum og ömmu Birnu.
Birna K. (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 22:51
raggý: hét hárgreiðslukonan "tik tik" eða "tík tík"??
...bara spá sonna...??!!
knús bóel
bóel (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 09:00
Held bara tik tik, þorði ekki að bera fram það sem stóð á nafnspjaldinu... :-))
Raggý (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.