21.10.2008 | 09:41
Malaysia...
Halló halló,
erum komin til Malasíu eftir stutt 2 tíma hopp frá Bangkok. Hér verðum við í eina nótt en á morgunn liggur leiðin til Agra í Indlandi (home of Taj Mahal) og síðar um daginn á vit ævintýra í Dubai.
Hótelið hér er Resort hotel og liggur vil golfvöll af stærstu gerð. Þá er hér sundlaug sem lítur ljómandi vel út og þar hefur áhöfnin komið sér vel fyrir. Nema bjálfinn í hægra sætinu. Hún þurfti náttúrulega að fara eiga við svalahurðina, klemmdi sig allsvakalega og liggur nú fyrir með puttann á kælingu :-)))
Í kvöld er Tim hjá A&K búinn að bjóða okkur í dinner. Að öllum líkindum verður háttatími svo snemma, við þurfum að vera fersk í fyrramálið þegar við hittum farþegana okkar. Þau eru að koma úr lestarferð frá Bangkok og við erum viss um að þau hlakka til að koma inn í lúxusinn hjá okkur aftur.
Hingað berast fréttir í malaíska sjónvarpinu um kreppuna á Íslandi og við sendum bara bestu baráttu- og saknaðarkveðjur heim,
ICE1440
Um bloggið
Crew 1440
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að fylgjast með ykkur. Haldið áfram að skemmta ykkur vel og knúsið nínu mína, sakna hennar sárt. Síminn hringir varla eftir að hún fór Uss kóarinn er allt annað en hún er alltaf að lýsa sjálf. Enginn vitleysingur bara sæt, klár og skemmtileg. Lov iko
Ingunn (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 16:45
Daginn allir!
Gaman að lesa ferðasöguna ykkar EN... ekki tala illa um hana Raggý mína!! Legg til að þið hættið því strax!
Knús til ykkar allra :)
Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 17:12
hæhæ það hlítur að vera rosa skemmtilegt hjá ykkur vonandi gengur þetta bara mjög vel áfram:D :D
Davíð
Davíð Börnsson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 17:14
Bassi minn!! Eru stelpurnar ekki góðar við þig...???
Elsku öll! Gangi ykkur rosalega vel á morgun! OG HAVE FUN!!!!
Kv Berglind btr the real owner of Bazzzman!!!! Múhahahahahaha
Berglind Þráins (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 18:32
Elsku þið öll, koarakruttid er sjálf ad skrifa pistilinn þegar hún lýsir sér svona skemmtilega. Hún er auðvitað bara bestust!
PS If u want Bassiliuz come and get him!!!
Crew 1440, 22.10.2008 kl. 01:25
Kvöldið allir!
Raggý við ræðum þetta þegar þú kemur heim!!
En mikið er gaman að fylgjast með ykkur, þið eruð að missa af hvítum snjó og alles!! Bara svo það sé á hreinu þá sá ég Raggý fyrst!! Á undan ykkur OK!!??
Vonandi getið þið hlegið smá, allavega glott útí annað í þessum félgsskap sem þið eruð í!
Bestu kveðjur til ykkar allra, líka til Bassa sem ég hef ekki grænan grun um hver er!!
Sigrún Jóns
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 19:16
Við krúttmundur fylgjumst með ykkur og söknum þín mamma. Hrafnkell hefur miklar áhyggjur af því að þú sért allan þennan tíma í flugvélinni. Honum fannst nóg að vera í þrjá tíma um daginn. Hann er annars voða hress og hlakkar til að knúsa þig þegar þú kemur aftur.
Tinna Hrönn Proppé (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 11:12
Hello there...
Nú er litla fjölskyldan á Álftanesi farin að telja niður. Allir búnir að vera duglegir og við hlökkum til að fá Berglindi okkar heim.....
Kveðja úr Ásbrekkunni
Ísabella, Snati og Bjössi
(í þessari röð)
Björn Halldórsson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 12:07
Halló halló.
Við fylgjumst spennt með ykkur og það er ekki laust við að Óttarr og Róbert séu orðnir mjög spenntir að hitta þig....ég reyndar líka en maður reynir nú að hemja sig :) Móment dagsins var þegar við gengum úr bílnum og inn í búð, ég, Hallur Hrafn og Óttarr Daði og Hallur varð agndofa eitt augnblik yfir snjóhlussunum sem féllu beint til jarðar. Eftir þetta augnablik þurfti ég að hafa mig alla við svo ég missti hann ekki því ánægjan var engu lík og hann reyndi allt sem hann gat til að reyna að ná sjónum í hendurnar. Krútt.is :)
Hafið það gott og knúsist í bak og fyrir.
Risaknús frá okkur úr snjónum og jólaveðrinu.
Kv
Hulda og co
Hulda Proppé, 23.10.2008 kl. 17:37
Gaman að fylgjast með ykkur. Og skoða líka allar þessar frábæru myndir.
Knúzið Auðný og Nínu frá mér.
Kv, Fríða Dóra
Frida Dora Steindorsdottir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 19:20
Hæ elsku Raggý mín!
Vonandi að heilsan verði skárri á morgun . Farðu vel með þig
og ég vona að áfram verði gaman hjá ykkur.
Knús frá mömmu
sirry valdimars (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.