25.10.2008 | 06:53
Kveðja frá Amman í bloggleysi...
Við biðjumst afsökunar á þessu bloggleysi.... þannig er mál með vexti að bloggarinn, rauðhærða nornin, er búin að vera veik eða undangátta í hittingum til skiptis og finnst tilgangslaust að blogga fyrir ykkur um hangs sitt inni á hótelherbergjum. Ætla nú ekki að drepa ykkur úr leiðindum
Þið verði því að bíða þolinmóð þar til stuðboltarnir í áhöfninni nást fyrir framan tölvuskjáinn til að segja frá ævintýrum sínum.... svo sem gull "súkkinu" í Dubai, galakvöldinu með farþegunum í gærkvöldi og ferðalaginu til Petru í Jórdaníu, en þangað eru þau að keyra núna.
Bestu kveðjur úr herbergi 402 í Amman,
Raggý
Um bloggið
Crew 1440
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Raggý mín! Ekki er gott að vita af þér í eymd og volæði elsku vinkona! Ég ætla rétt að vona að þessi eðaláhöfn hugsi vel um þig annars..... Hlakka til að lesa það sem á daga ykkar hefur drifið kæru vinir og Bassi! (verð að fara að kynnast þessum Bassa, er ekki maður með mönnum nema þekkja Bassa, svo segir orðið á götunni)
Bestu kveðjur
Sigrún Jóns
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 11:00
Þau eru svo sannarlega öll yndislegt þessi áhöfn... ekki að spyrja að því, eðalfólk út í gegn
Er bara að slást við ennisholuskít Sigrún mín, hræðilega sárt. Knús til allra
Raggý (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 12:14
Hæ elsku íbúi í 402 í Amman! Vona að þú verðir orðin fjallhress á morgun.
Verst að þú skyldir ekki komast í fornborgina Petru að þessu sinni en það
er þó smá huggun hamri gegn að hitta okkur eftir nokkra daga(það er alltaf
gleðilegt að hitta "fornmenn). Láttu þér batna fljótt og vel út með allan ennisholuskít
Stórt knús frá mömmu og kærar kveðjur til allra
sirry v (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 14:18
Þetta er nottlega bara hrútleiðinlegt, algjörlega bannað að lenda í pest í heimsferðum :( en vonandi getur þú farið að flandrast með áhöfninni. Drekka bara fullt af heitum sítrónu-engifer drykkjum. Hafið það gott. Knús og kveðja á alla. Brynja G
Brynja Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.