Samantekt....

Hæ allir, Raggý hér.... leiðinlegt að þið getið ekki fylgst með... en ég skal því reyna gefa ykkur smá samtekt á því sem búið er að gerast þó að ég hafi ekki tekið þátt....

 

Flugið frá Malaysiu til Agra voru rúmir 6 tímar, fólkið okkar mjög þreytt og frekar óánægt eftir lestarferðina.  Farþegarnir hefðu frekar vilja vera í Bangkok eins og við og njóta svo þæginda flugsins í stað lestar.  Ekki var á það bætandi að við vorum í klukkutíma biðflugi yfir Agra því að þetta er hervöllur og höfðum við því engan forgang fyrir þeirra æfingum sem fólust í fallhlífastökks "droppi" beint yfir flugbrautinni á vellinum.  Eftir lendingu tróðumst við út á ansi þrönga "taxi" vegi en við höfðum þó ágætis "follow me system" í formi crazy asna sem hljóp eins og brjálæðingur meðfram vélinni og fyrir framan hana. LoL

 

Í Agra fóru farþegarnir í land til að skoða Taj Mahal.  Við áhöfnin höfðum ekki fengið áritun inn í landið en þegar við mættum á svæðið þá var bara ekkert mál fyrir okkur að fara út af flugvellinum.  Nokkrir nýttu sér það og var farið í bílferð á markað þar við keyptum smá gull, mottur, teppi en aðallega indverska saris og silki pasmínur.  Á leið okkar til baka út á völl rak kóarinn augum í skilti sem sagði að við værum einungis 4 km frá Taj Mahal..... grátlegt að hafa misst af því og það svona stutt frá.

 

Eftir 3 og hálfs tíma bið í Agra þá var haldið að stað til Dubai.  Flugtíminn þangað var 4 klst.  Allir því orðnir rangeygðir af þreytu við lengingu.  Haldið var upp á hótel þar sem sumir fóru í bælið en þeir allra hörðustu í de-briefingu.

 

Daginn eftir var litið út við sundlaug að mér skilst, síðan í mall og emirates með skíðabrekkunni (kóarinn náði nú að vera með á nótunum þá og skellti sér með) og síðan fóru nánast allir í gull "súkkið".  Hvað var keypt þar, þarf ég að fá stelpurnar til að blogga um.

 

Pick-up í Dubai var snemma, mjög flott aðstaða á þeim velli fyrir áhafnir.  Okkur boðnir drykkir og lítil fríhöfn á staðnum sem sumir nýttu sér, aðrir skoðuðu og einn fór hamförum í eyðslu, heheheh.  Þegar við vorum komin út í vél ásamt farþegunum þá voru Arabarnir nú ansi flottir á því og báðu alla farþegana innilega afsökunar á seinaganginum við komu vélarinnar 2 dögum áður. Tóku þeir sérstaklega fram að þetta væri hvorki sök Loftleiða/icelandair né A&K.  Smart hjá þeim og þeir fengu klapp fyrir frá öllum.

 

Flugtíminn frá Dubai til Amman voru rúmir 3 tímar og nú fara leggirnir að styttast héðan í frá og stelpurnar þurfa að endurskipuleggja þjónustuna miðað við miklu styttri flug.  En þetta hefur gengið frábærlega hingað til.  Ekki að spyrja að því enda eðal cabin crew og kokkar.  Og svo auðvitað vitringarnir 3, Baldvin, Orri og Júlli sem voru einmitt að fást við 9 bilunina okkar í síðasta flugi.  Eðalfólk og búið að standa sig frábærlega.

 

Við lendingu í Amman (um miðjan dag) var kóraninn komin má háan hita og lagðist í bælið.  Aðrir áhafnameðlimir kíktu í bæinn og versluðu smá af týpískum klæðnaði innflytjenda.  Og Alex kíkti í gull "súkkið" hér.  Um kvöldið var svo galadinner með farþegunum þar sem áhöfnin sló í gegn með dansi og gleði.  Þau eru búin að lofa mér að skrifa eitthvað um þetta ævintýri (og öll önnur sem ég hef ekki tekið þátt í) og setja inn myndir.

 

Dagurinn í dag í Amman fór í bílferð til fornborgarinnar Petru.  Það var víst ógleymanleg og falleg sjón.  Reyndar komust blessaðir kokkarnir ekki með enda þurftu þeir að undirbúa flugið á morgunn. Kóarinn lá í rúminu.  Þá fékk Nína greyið mígrenikast og lá veik í bílnum á leiðinni til Petru en náði nú að jafna sig greyið þegar leið á daginn.

 

Eftir komuna frá Petru þá var Hrafnhildur svo yndisleg að fara með kóaranum niður í bæ til að versla smá gull og fatnað innfæddra.  Hún Hrafnhildur er nú bara yndisleg perla.

 

En þá er komið að háttatíma hér í Amman... leið okkar á morgunn liggur til Piza og Bolonga á Ítalíu og er Axel orðinn upptjúnaður af spenningi að hitta hann Luca sinn.Heart

 

Bestu kveðjur fyrir hönd ICE1440,

Raggý (sem á engar myndir.... sorrý öll)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Crew 1440

Höfundur

Crew 1440
Crew 1440
Áhöfn ICE 1440
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSC08758
  • DSC08750
  • DSC08737
  • DSC08727
  • DSC08715

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband