26.10.2008 | 18:26
Disco Frisco í Amman
Eins og sjá má hefur áhöfnin á FI 1440 verið fremur upptekin. Of upptekin til að blogga meira að segja. Þó við séum nú komin til gömlu góðu Evrópu, skal samt farið örlítið aftur í tímann og ævintýri okkar í Amman tíunduð. Við komuna til Jórdaníu vorum við í fínasta formi enda aðeins lagt að baki þrjá flugtíma. Við erum öllu vanari tveimur fimm tíma leggjum og tuttugu tíma vöktum. Í fanta formi tékkuðum við inn á Radison Sas og héldum okkur komin hálfa leiðina heim. Hótelið stóðst væntingar okkar um Bo Bedre designið, reyndar 1987 útgáfuna, en við horfðum fram hjá rósóttu gardínunum og í gegnum þær og nutum sama útsýnis og Karl XVI Gustaf konungur svía og Richard Gere þegar þeir gistu þetta hótel.
Við skutluðumst í bæinn og keyptum ægifagra búninga og gjafir handa farþegunum okkar.
Um kvöldið vorum við boðin í hátíðarkvöldverð með farþegum og fararstjórum í fornum rústum ofan við borgina. Umhverfið var allt með ævintýralegum blæ. Kertaljós og fallega skreytt borð undir berum himni. Við dreifðum okkur meðal farþeganna og fengum að kynnast þeim á annan hátt. Ekki er að orðlengja það að kvöldið endaði með trylltum dansi og fóru áhafnarmeðlimir þar á kostum og héldu gersamlega uppi stuðinu. Við fengum allra ólíklegustu gamalmenni út á "gólfið " í brjálað diskó.
Næsta dag hélt Capt. Baldvin í langferð með flugfreyjunum fimm. Stefnan var tekin á hina fornu borg Petru. Eftir þriggja tíma akstur yfir Hellisheiðina -auðn og tóm- komum við á þennan fornfræga stað og gengum um steinborgina í tvo tíma. Stórkostleg upplifun. Þegar heim var komið fóru sumir í dekur á hótel spa-inu áður er haldið var í koju.
Í morgun flugum við til Ítalíu og mikið var gaman að taka á móti farþegunum eftir dansiballið góða. Flugfreyjurnar í glæsilegum arabískum kjólum, flugþjónn og kokkur klæddir eins og arabískir sjeikar. Myndirnar tala sínu máli þegar þær koma. Reyndar er áhöfnin aðeins farin að láta á sjá, nokkrir höfðu bólfélaga sem bitu þá og aðrir voru komnir með "bug " í mallakútinn.
Núna sitjum við öll saman á fyndnu gömlu hóteli og njótum lífsins. Hugsum okkur gott til glóðarinnar að snæða ekta ítalskan mat. Okkur finnst við reyndar vera komin nokkuð nálægt heimahögunum, enda aðeins eins tíma mismunur á klukkunni. Soldið mikill munur frá Ástralíu...! Sendum bestu kveðjur heim í snjóinn ( 20 gráður hér).
Um bloggið
Crew 1440
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.