Prag

Heil og sæl,Við komum til höfuðstaðar Tékklands seinnipart dags í gær. Reyndar varð einhver bið á flugvellinum þar sem strákarnir fengu símtal frá einum fararstjóranna um að það vantaði eina tösku. Júlli (Diddi viðgerðarmaður), Baldvin, Loftur og Jónas (Grilli) þurftu því að skunda aftur út í vél og leita í öllum magahólfum vélarinnar aftur og aftur að þessari sérstöku tösku sem innihélt víst kæfisvefntæki farþegans. Sem betur fer fannst taskan og styður þessi áhöfn heilshugar glaðværar og sælar nætur.Þegar á hótelið var komið var farið að halla að degi og ákváðum við því að halda okkur inni við.  Bjössi öryggiskennari kíkti á okkur til Axels í smá spjall áður en við borðuðum hér á hótelinu.Dagurinn var tekinn snemma í morgun og röltum við saman niður í bæ. Prag er einstaklega falleg borg og hér er margt að sjá. Hér er að finna alls kyns byggingarstíl allt frá Renisssance til Kubisma. Hvert sem litið er er hægt að sjá kirkjuturna, reisuleg hús og kastala. Við gerðum okkar besta til að drekka þetta allt í okkur. Hér búa rúmlega 1,2 milljónir og er Reykjavíkin okkar smá í samanburði við Prag. Í gegnum borgina rennur hin fræga Moldá og fórum við að sjálfsögðu í skemmtigöngu yfir Karlsbrúna sem liggur yfir ánna.Mörg okkar borðuðum einhvern þann undarlegasta gúllasrétt sem kokkarnir hafa séð, en okkur varð þó ekki meint af...ennþá.Mikil ró ríkir yfir áhöfninni og var aftur borðað á hótelinu.  Ætlunin er að fara snemma í háttinn í kvöld. Í fyrramálið er förinni heitið til St. Pétursborgar en þar bíða okkur vonandi spennandi ævintýri. Kveðja ice 1440 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló amma, er einhver heima? Takk fyrir matinn verði þér að góðu. Velkomin amma. (skilaboð frá Hrafnkatli til ömmu Hrafnhildar).

kv. Hrafnkell og Tinna

Tinna og Hrafnkell (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Crew 1440

Höfundur

Crew 1440
Crew 1440
Áhöfn ICE 1440
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSC08758
  • DSC08750
  • DSC08737
  • DSC08727
  • DSC08715

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband