St. Pétursborg

Daginn sem við flugum til St. Pétursborgar var Halloween og höfðum við skreytt vélina hátt og lágt vegna þessa fyrir flugið. Við klæddumokkur svo upp í búninga í tilefni dagsins og voru farþegarnir okkar himinlifandi þegar þeir gengu um borð. Það var sem sagt ein allsherjar Halloween stemning um borð. Flugið var annars stutt og áður en við vissum af vorum við lent í Rússlandi.

Þar vorum við búin að ráðgera skoðunarferð um borgina daginn eftir. Það var stórkostleg ferð þar sem ekið var um borgina og við sáum allar þessar stórkostlegu byggingar og minnismerki sem þar eru. Einnig fórum við og skoðuðum Hermitage safnið sem er hluti af hinni frægu „Vetrarhöll“ , sem Elísabet dóttir Péturs mikla lét reisa. Pétur mikli sjálfur bjó hins vegar í litlu og lágreistu húsi ekki langt frá virkinu sem byggt var sem upphaf borgarinnar.

Um kvöldið var svo borðað á vetingastað sem okkur hafði verið bent á; þar heyrðum við m.a. að verið var að spila disk með Emiliönu Torrini!

Næsta dag var svo farið í gönguferð í kuldanum og margir keyptu sér rússneskar loðhúfur til að verjast kuldanum. Röltum m.a. eftir aðalverlsunrgötunni sem heitir því merka nafni Nevsky Prospekt. Þótti okkur sem verðlag væri mjög hátt í þessu landi og undruðumst það mjög. Nokkur okkar brögðuðum á rússsneskri súpu með rauðrófum og var hún því bleik á litinn. Ekker sérstaklega bragðmikil, en góð í kuldanum.

Kveðja,
ICE1440


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Crew 1440

Höfundur

Crew 1440
Crew 1440
Áhöfn ICE 1440
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSC08758
  • DSC08750
  • DSC08737
  • DSC08727
  • DSC08715

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband